Læsi til framtíðar
Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar heldur námskeið fyrir grunnskólakennara þann 9. ágúst n.k. undir yfirskriftinni Læsi til framtíðar.
Umsjónarmaður námskeiðsins er Rósa Eggertsdóttir sérfræðingur við skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri. Markmið þess er að fjalla um lesskilning og rifja upp tvær skilvirkar leiðir sem gagnast nemendum við að skilja betur lesinn texta.
Á fyrri hluta námskeiðsins verður aðferðunum gagnvirkum lestri og gerð hugtakakorta gerð skil. Þessar aðferðir beinast að því að auka gagnvirkni milli námsefnis og nemenda og hjálpa nemendum að nálgast námsefnið á skipulegan hátt og vinna markvisst úr því.
Á seinni hluta námskeiðsins verður rætt um hvernig unnt er að fella þessar aðferðir að einstökum námsgreinum og ýmsum verkefnum sem unnin eru í skólunum.
Námskeiðið verður haldið í Kjarna, Hafnargötu 57, kl. 9:30- 16:30.
Skráning fer fram í síma 421 6700 eða á netfangið [email protected]
Þetta kemur fram á vefsíðu Reykjanesbæjar