Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lærbrotnaði í hálku
Miðvikudagur 13. febrúar 2008 kl. 09:51

Lærbrotnaði í hálku

Vert er að vara fólk við hálku þar sem snjóa tekur nú að leysa með hlýnandi veðri. Í gær slösuðust tveir gangandi vegfarendur eftri að hafa runnið í hálku. Í dagbók lögreglu segir að annar hafi lærbrotnað, en ekki sé vitað um meiðsl á hinum aðilanum.

Í gær voru 19 ökutæki boðuð til aðalskoðunar og einn ökumaður var tekinn fyrir of hraðan akstur. Hann var mældur á 77 km hraða á Hringbraut í Reykjanesbæ en þar er hámarkshraði 50 km/klst.

Mynd úr safni VF
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024