Læknavakt verður lokað vegna fjárskorts
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur vegna fjárhagsvandræða ákveðið að frá með 16. júlí næstkomandi verði læknar ekki á vakt eftir hefðbundinn opnunartíma stofnunarinnar. Þetta kemur fram á visri.is
Haft er eftir Sigríði Snæbjörnsdóttur, forstjóra HSS að sjúklingar sem þurfa þessa þjónustu eftir klukkan fjögur á daginn verði að leita til Reykjavíkur. Hún segir fjárveitingar HSS ekki vera í samræi við fjárveitingar annarra heilbrigðisstofnana.
,,Þetta eru fyrstu skrefin sem við neyðumst til að taka og við erum með fleiri hugmyndir sem við munum grípa til fáist fjárveitingar til stofnunnarinnar ekki leiðréttar á næstunni," segir Sigríður í samtali við visir.