Læknarnir frá vegna veikinda
Illa gengur að manna stöður heilsugæslulækna á Suðurnesjum. Aðeins einn heilsugæslulæknir er í starfi þar en þeir tveir sem þegar voru ráðnir eru frá vegna veikinda, að sögn Sigríðar Snæbjörnsdóttur framkvæmdastjóra. Eftir að læknarnir tíu hættu störfum í nóvember virðist vera þegjandi samstaða á meðal heilsugæslulækna um að sækja ekki um þær stöður sem þá losnuðu. Það gerist þrátt fyrir að læknarnir tíu hafi ekki óskað eftir að Læknafélagið beini tilmælum til félaga sinna um að sækja ekki um stöðurnar. Þeir hafa þvert á móti óskað eftir að það verði ekki látið bitna á sjúklingum þeirra hvernig starfslok þeirra bar að.Þeir sem gerst þekkja til segja að andrúmsloftið sé þannig í garð yfirstjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að heilsugæslulæknar vilji einfaldlega ekki starfa þar. Þeim þyki illa hafa verið farið með kollega sína með því að yfirstjórn Heilbrigðisstofnunarinnar neitaði að ráða þá til starfa að nýju eftir að Félag heilsugæslulækna samdi við heilbrigðisráðuneytið um lausn mála.
,,Kaldhæðnin í þessu öllu er að læknarnir sögðu upp til að þrýsta á að heilsugæslulæknar fengju viðurkenningu á sérgrein sinni og gætu starfað á sama grunni og aðrir sérfræðingar. Nú eru starfandi á heilsugæslustöðinni sérfræðingar sem vinna nákvæmlega eins og hinir voru að berjast fyrir að fá að gera," segir heilsugæslulæknir sem vel hefur fylgst með málum.
Sigríður Snæbjörnsdóttir vill ekki meina að ástæða þess að heilsugæslulæknar sæki ekki um kunni að vera samstaða með þeim læknum sem hættu. ,,Af langri reynslu veit ég það að þegar mál eru komin í þann hnút sem þau voru í tekur tíma að vinna úr því. Ég vil taka það skýrt fram að við hér á Suðurnesjum höfum ekki átt í neinum deilum við þessa lækna. Þetta voru viðræður á milli heilsugæslulækna og heilbrigðisráðuneytisins. Við erum öll af vilja gerð til að koma til móts við heilsugæslulækna eins og samningar segja til um," segir Sigríður.
Vísir.is greinir frá í morgun.
,,Kaldhæðnin í þessu öllu er að læknarnir sögðu upp til að þrýsta á að heilsugæslulæknar fengju viðurkenningu á sérgrein sinni og gætu starfað á sama grunni og aðrir sérfræðingar. Nú eru starfandi á heilsugæslustöðinni sérfræðingar sem vinna nákvæmlega eins og hinir voru að berjast fyrir að fá að gera," segir heilsugæslulæknir sem vel hefur fylgst með málum.
Sigríður Snæbjörnsdóttir vill ekki meina að ástæða þess að heilsugæslulæknar sæki ekki um kunni að vera samstaða með þeim læknum sem hættu. ,,Af langri reynslu veit ég það að þegar mál eru komin í þann hnút sem þau voru í tekur tíma að vinna úr því. Ég vil taka það skýrt fram að við hér á Suðurnesjum höfum ekki átt í neinum deilum við þessa lækna. Þetta voru viðræður á milli heilsugæslulækna og heilbrigðisráðuneytisins. Við erum öll af vilja gerð til að koma til móts við heilsugæslulækna eins og samningar segja til um," segir Sigríður.
Vísir.is greinir frá í morgun.