Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Læknaráð HSS átelur harðlega aðför að heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum
Þriðjudagur 2. febrúar 2010 kl. 19:48

Læknaráð HSS átelur harðlega aðför að heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum

Stjórn Læknaráðs Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur ályktað og átelur harðlega þá aðför að heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum sem felst í svæsnum niðurskurði á fjárframlögum til stofnunarinnar, eins og segir í ályktuninni.


Í mörg ár hafa framlög til heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum verið hin lægstu á landinu og þó hefur með ráðdeild tekist að halda uppi góðri þjónustu þannig að framlegð er mjög há, kostnaður á legudag hinn lægsti og öryggi sjúklinga tryggt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Nú gera yfirvöld kröfu um niðurskurð sem veldur því að mikilvæg þjónusta er lögð niður eða skert stórlega. Ljóst er að þá þjónustu þarf að veita, hún myndi færast til höfuðborgarinnar og kosta sitt þar að viðbættum ærnum tilkostnaði sjúklinga og aukninga á sjúkraflutningum með bráðveikt fólk.


Stjórn Læknaráðs HSS skorar á yfirvöld að finna leið til að tryggja eðlilega og réttláta fjármögnun heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum, svo að veita megi íbúum áfram þá þjónustu sem þeim ber, segir í ályktuninni sem þeir Snorri Björnsson, Árni Leifsson og Sigurður Árnason rita undir.



Mynd frá keisaraskurði á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þarna er allt fagfólk á sínu sviði eins og glögglega má sjá.