Læknar segja Vigni að hætta göngu yfir Noreg og Svíþjóð
Vignir Arnarson göngugarpur fór til læknis í Kvikkjokk í Svíþjóð í gær og hundurinn Caro var sendur til dýralæknis. Þeir félagar fengu skýr skilaboð um að hætta göngunni, enda á Vignir mjög erfitt með gang og Caro er orðinn horaður og með sýkingu í sári.
Samkvæmt vefsíðu göngunnar þvert yfir Noreg og Svíþjóð til styrktar Blindrafélaginu, ætlar Vignir að taka endanlega ákvörðun í dag, þriðjudag, um framhaldið en eins og staðan er núna, þá verða þeir örugglega að játa sig sigraða.
Nánari frétta af göngunni hér: http://www.vignirarnarson.com/