Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 21. janúar 1999 kl. 21:57

LÆKKUN SKULDA OG ÚRBÆTUR Á BÍLAFLOTA SLÖKKVILIÐSINS

Fjárhagsáætlun Sandgerðisbæjar fyrir árið 1999 var til fyrri umræðu í bæjarstjórn Sandgerðis í gærkvöldi. Þar var lögð fram greinargerð með framkvæmdaáætlun fyrir árið. Fram kom að heildartekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar rúmar 288 milljónir króna. Meðal áhersluatriða í fjárhagsáætlun má nefna 1. áfanga í byggingu leikskóla ásamt hönnun leikskólalóðar, æskulýðsmiðstöð, frágang á útisvæði við Setrin, frágangur og málun grunnskólans og stuðningur við æskulýðs- og menningarstarf ýmiskonar. Gert er ráð fyrir því í fjárhagsáætlun að að Sandgerðishöfn haldi áfram að minnka skuld sína við bæjarsjóð. Bæjarsjóður ætlar að lækka skuldir um 2,5 milljónir króna. Þá má Slökkvilið Sandgerðis eiga von á úrbótum á bílaflota slökkviliðsins, sem er kominn til ára sinna. Fjárhagsáætlun gerir einnig ráð fyrir að áhersla sé lög á viðhald eigna bæjarins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024