Lækkun lendingargjalda á Keflavíkurflugvelli til umræðu
Össur Skarphéðinsson , formaður Samfylkingarinnar, er málshefjandi umræðu utan dagsskrár á Alþingi klukkan 13.30 í dag um málefni lágfargjalda flugfélagsins GO-fly. Össur vill lækkun lendingargjalda á Keflavíkurflugvelli og jafnvel skattalækkanir. Hann vill einnig að lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli verði lækkuð að vetrarlagi til að lengja ferðamannatímann á Íslandi. Össur segir lágfargjalda flugfélög koma með mikið af ferðamönnum á áfangastaði sína og því eðlilegt að þau fái einhverjar ívilnanir, eins og afslátt á lendingargjöldum. Utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, verður til andsvara. Bylgjan greindi frá.