Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lækkar fasteignaskatt atvinnuhúsnæðis enn frekar   
Frá fundi í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar.
Sunnudagur 18. október 2020 kl. 07:18

Lækkar fasteignaskatt atvinnuhúsnæðis enn frekar   

Fyrir nokkru samþykkti bæjarráð Reykjanesbæjar að lækka álagningarstuðul fasteignaskatts á C-stofn atvinnuhúsnæðis á næsta ári úr 1,60% af fasteignarmati í 1,55%. Sú lækkun hefði þýtt 30 milljón króna lækkun tekna á milli ára.

Á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 1. október samþykkti bæjaráð hins vegar enn frekari lækkun, eða í 1,52%. Sú ákvörðun bæjarráðs var staðfest á fundi bæjarstjórnar þriðjudaginn 6. október.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tekjur Reykjanesbæjar af fasteignaskatti C-stofns atvinnuhúsnæðis verða með þessu rúmlega 46 milljón krónum lægri en ef álagningarstofninn hefði verðið óbreyttur á milli ára.