Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lækka eldsneytiskostnaðinn samferða
Föstudagur 14. september 2012 kl. 09:30

Lækka eldsneytiskostnaðinn samferða

Á tímum ört hækkandi eldsneytisverðs reynir Suðurnesjafólk nú að sameinast um ferðir til Reykjavíkur og deila kostnaði við eldsneyti. Á samfélagsvefnum Facebook hefur verið stofnaður hópur sem kallast „Samferða Reykjanesbær“ en þar getur fólk sett inn upplýsingar um ferðir sínar og áfangastað og þannig boðið öðrum að taka þátt í ferðinni.

Þegar eru komnir tæplega 300 meðlimir í hópinn og þar má sjá að fólk hefur lækkað eldsneytiskostnað sinn um 50% með því að sameinast um ferðir.

Hér er dæmi um tilkynningu á síðunni: „Við erum tvær að keyra saman, önnur er að vinna í Sundahöfn og hin á Laugavegi. Vinnutími okkar er frá 8:30-16:30. Við erum með það fyrirkomulag að skiptast á að keyra aðrahverja viku og erum að spara með því 50% í bensín :) Ef þú vilt vera með eða prófa að koma með okkur og sjá hvort þetta henti þér þá máttu senda mér skilaboð :)“

Hér má sjá hópinn á Facebook.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024