Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lægsta tilboðið í Suðurstrandarveg 41% undir áætlun
Miðvikudagur 6. október 2010 kl. 08:58

Lægsta tilboðið í Suðurstrandarveg 41% undir áætlun



Háfell ehf. átti lægsta tilboðið í Suðurstrandaveg, seinni áfanga, kaflann frá Ísólfsskála í Krýsuvíkurveg en tilboðin voru opnuð í gær. Tilboð Háfells hljóðaði upp á tæplega 179 milljónir króna. Næstir komu Suðurverk með rúmar 242 milljónir og Ingileifur Jónsson ehf með 259 milljónir. Áætlaður verktakakostnaður nam 433 milljónum króna er og tilboð Háfells 41,3 prósent af því.

Um er að ræða 14,6 km langan kafla milli Ísólfsskála og Krýsuvíkurvegar á ásamt gerð tenginga við hann. Innifalið í verkinu er lagning ræsa, gerð reiðstíga og girðinga. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. september 2012.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024