Lægsta boði hafnað í Suðurstrandarveg
Vegagerðin hefur hafnað lægsta boði í síðasta kafla Suðurstandarvegar. Háfell átti lægsta tilboðið. Ákveðið var að taki tilboði Suðurverks, sem átti næstlægsta boðið, samkvæmt frétt á visir.is.
Verkið felst í því að leggja síðustu fimmtán kílómetra Suðurstrandarvegar milli Krýsuvíkur og Ísólfsskála vestan Grindavíkur og á vegurinn að vera tilbúinn með bundnu slitlagi haustið 2012. Fimmtán tilboð bárust og var það lægsta frá Háfelli upp á 179 milljónir króna. Sú tala var aðeins um 41 prósent af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á 433 milljónir króna, segir á visir.is
Vegagerðin hefur nú úrskurðað að tilboð Háfells hafi ekki staðist útboðsskilmála þar sem upplýsingar vantaði. Tilboð Suðurverks hljóðaði upp á 242 milljónir króna.