Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lægri meðalaldur ástæða færri bólusetninga á Suðurnesjum
Andrea Klara (fyrir miðju) með Sveinbjörgu Ólafsdóttur (t.h.) og Guðfinnu Eðvarðsdóttur, við blöndun á fyrsta skammti bóluefnis sem kom til Suðurnesja. Vf-mynd/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 17. febrúar 2021 kl. 09:49

Lægri meðalaldur ástæða færri bólusetninga á Suðurnesjum

„Ástæða fyrir því Suðurnesin eru með fæstu bólusetningarnar núna er sú að Suðurnesin er ungt samfélag, meðalaldurinn er lægri en annarsstaðar á landinu og því myndast þessi skekkja í stöplaritinu og virðist sem aðrir séu jafnvel að fá meira bóluefni. „Það er aðeins að aukast krafturinn í bólusetningum hér á Suðurnesjum og lítur út fyrir að við byrjum að bólusetja elstu árgangana 80 ára og eldri í næstu viku,“ segir Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkrunardeildarforseti á heilsugæslusviði Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. 

Nú virðist þó berast meira bóluefni til landsins og segir Andrea að HSS sé búið að fá staðfestingu á því að stofnunin fái bóluefni í næstu viku til að halda áfram að bólusetja elstu árgangana. „Ekki hefur þó enn fengið staðfest í hvaða magni, því verðum við að sjá til hvað við komumst langt með það,“ segir Andrea Klara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ítarlegra viðtal við Andreu Klöru er í Víkurfréttum á bls. 4.