Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 29. nóvember 2002 kl. 15:26

Lægri leikskólagjöld í Reykjanesbæ

Nú standa yfir gjaldskrárbreytingar hjá sveitarfélögum fyrir árið 2003. Gjaldskrár leikskóla fyrir næsta ár hafa verið ákveðnar í Reykjanesbæ og í Reykjavík. Foreldrar í Reykjanesbæ munu greiða kr. 22.700 fyrir 8 tíma vistun með mat og hressingu en samkvæmt nýrri gjaldskrá í Reykjavík greiða foreldrar þar kr. 27.000 fyrir sambærilega þjónustu.Foreldrar í Reykjavík greiða rúmar kr. 45.000 á mánuði fyrir tvö börn í leikskóla en foreldar í Reykjanesbæ greiða tæpar 40 þúsund krónur. Foreldrar í Reykjanesbæ og í Reykjavík greiða svipaða upphæð fyrir þrjú börn í leikskóla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024