Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lægir undir kvöld
Miðvikudagur 26. október 2011 kl. 09:00

Lægir undir kvöld

Suðaustan 8-15 m/s við Faxaflóa, hvassast úti við ströndina, en lægir undir kvöld. Hægviðri á morgun. Væta með köflum hiti 5 til 10 stig í dag, en svalara á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 8-13 m/s, en lægir síðdegis. Hægviðri á morgun. Dálítil væta með köflum og hiti 3 til 8 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðaustan 5-10 og dálitlar skúrir eða él um landið norðvestanvert, en annars hægari og þurrt að mestu. Hiti 0 til 6 stig, en vægt frost í innsveitum.

Á laugardag og sunnudag: Norðaustan 8-13 og dálítil él norðan- og austantil, en annars úrkomulítið. Kólnar heldur í veðri.

Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir allhvassa eða hvassa norðaustan átt með slyddu eða snjókomu, einkum um landið austanvert. Hiti um og undir frostmarki.