Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lægir talsvert á morgun
Mánudagur 6. október 2008 kl. 09:13

Lægir talsvert á morgun

Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Suðaustan 18-23 m/s, en austan 13-18 síðdegis. Rigning með köflum og hiti 5 til 10 stig. Lægir talsvert á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Vestlæg átt og dálítil rigning eða slydda, en léttir til SA-lands. Hiti 2 til 8 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Austanátt, vætusamt og milt veður.

Á laugardag:
Norðanátt og rigning eða slydda með köflum, en þurrt að mestu S- og SV-lands. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst.

Á sunnudag:
Norðaustanátt og dálítil él, en þurrt og bjart S- og V-lands. Heldur kólnandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024