Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lægir smám saman á morgun og léttskýjað
Föstudagur 16. janúar 2015 kl. 09:17

Lægir smám saman á morgun og léttskýjað

Norðvestan 8-15 m/s við Faxaflóa, skýjað með köflum og stöku él. Hægari eftir hádegi. Gengur í norðan 10-18 nótt með éljum, en lægir smám saman á morgun og léttskýjað. Frost 1 til 8 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðvestan 5-13 m/s og skýjað með köflum, en hægari norðlæg eða breytileg átt eftir hádegi. Norðan 8-15 seint í nótt, en lægir smám saman á morgun og léttskýjað. Frost 1 til 6 stig

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Hægviðri og víða léttskýjað, en norðvestan 8-13 m/s og él úti við A-ströndina fram eftir degi. Vaxnadi suðaustanátt og þykknar upp um kvöldið. Frost 4 til 18 stig, mest í innsveitum.

Á mánudag:
Gengur í suðaustan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu, hvassast við ströndina, en hægara og úrkomulítið NA-til. Hlýnar í bili og hiti 1 til 5 stig S- og V-lands um kvöldið.

Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt, 8-13 m/s og víða dálítil snjókoma eða él, en bjartviðri N-lands. Frost 0 til 10 stig, minnst syðst.

Á miðvikudag:
Hægir vindar og víða bjart veður, en stöku él við sjávarsíðuna. Talsvert frost.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir suðaustátt með snjókomu eða slyddu S- og V-lands og hlýnar heldur á þeim slóðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024