Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lægir síðdegis
Sunnudagur 26. september 2010 kl. 09:50

Lægir síðdegis

Spáð er vaxandi suðaustan átt, 15-20 m/s og talsverðri rigningu við Faxaflóann í dag. Búast má við meiri vindi í vindstrengjum við fjöll, einkum á norðanverðu Snæfellsnesi. Lægir talsvert síðdegis, fyrst vestantil. Sunnan 5-10 og úrkomulítið í kvöld og á morgun .Hiti 10 til 15 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðaustan 15-20 og talsverðri rigning, en mun hvassara í hviðum á Kjalarnesi. Lægir talsvert síðdegis. Sunnan 5-10 og minnkandi úrkoma í kvöld og úrkomulítið á morgun. Hiti 10 til 14 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á þriðjudag:
Suðaustan 8-13 m/s suðvestanlands og við norðausturströndina, en annars hægari. Þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi, talsverð rigning suðaustanlands, en annars úrkomuminna. Hiti 10 til 15 stig.

Á miðvikudag:
Sunnan 10-15 og rigning, einkum sunnanlands, en úrkomulítið norðaustanlands. Dregur úr vindi um kvöldið. Hiti svipaður.

Á fimmtudag, föstudag og laugardag:
Austlæg átt og vætusamt, einkum suðaustanlands, en úrkomulítið fyrir norðan. Áfram milt veður.