Lægir seinnipartinn
Veðurstofan gerir ráð fyrir Norðaustanátt víða 8-15 m/s. Rigning um landið norðan- og austanvert, en annars skýjað með köflum. Dregur úr úrkomu síðdegis og fer að lægja og létta heldur til í kvöld, fyrst vestantil. Fremur hæg vestlæg- eða breytileg átt í nótt, skýjað með köflum og þurrt. Gengur í suðvestan 8-13 m/s með rigningu á morgun, norðvestanlands í fyrramálið, en um allt sunnan- og vestanvert landið eftir hádegi. Hægari og úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 3 til 11 stig í dag, hlýjast sunnanlands, en hlýnar heldur norðantil á morgun.