Lægir og slydduél í dag
Suðvestan 13-18 og skúrir, en lægir og slydduél í dag við Faxaflóa. Vestan 3-8 og stöku él í kvöld, en 8-13 á morgun. Hiti 0 til 5 stig, en kólnar á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 8-15 og rigning í fyrstu, en lægir síðan með skúrum eða éljum. Hægari vestanátt í kvöld, en 8-13 á morgun. Hiti 0 til 5 stig, en um frostmark á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðlæg átt, 10-18 m/s, með slyddu eða snjókomu og síðar rigningu. Hlýnandi í bili.
Á sunnudag og mánudag:
Suðvestanátt, 8-15, og éljagangur S- og V-lands en þurrt á NA- og A-lands. Hiti um frostmark.
Á þriðjudag:
Snýst í norðan átt með éljum fyrst V- og síðan N-lands. Frost 0 til 5 stig.
Á miðvikudag:
SA-læg átt, él S- og V-lands en annars bjartviðri. Frost 0 til 8 stig, kaldast til landsins.