Lægir og léttir til undir kvöld
Norðaustan 8-15 m/s og rigning sunnantil, annars úrkomulítið við Faxaflóa. Norðan 10-15 seint í dag og þurrt að kalla. Lægir og léttir til undir kvöld á morgun. Hiti 3 til 8 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austlæg átt 5-10 m/s og dálítil rigning. Norðan 8-13 m/s og þurrt að kalla undir kvöld. Hægari og léttir til seint á morgun. Hiti 3 til 8 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Norðvestan 5-10 m/s við NA- og A-ströndina fyrir hádegi og stöku skúrir eða slydduél, en annars hægari breytileg átt og bjartviðri. Vaxandi suðaustanátt S- og V-lands síðdegis og fer að rigna. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast SA-lands, en svalast fyrir norðan.
Á sunnudag:
Austan- og norðaustanátt, víða 8-15 m/s. Rigning S- og A-lands, annars úrkomulítið. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast SV-til.
Á mánudag:
Norðaustanátt með rigningu N- og A-lands og slyddu til fjalla. Þurrt sunnan heiða. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast syðst.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir norðanátt með rigningu eða slyddu á N-verðu landinu, en björtu syðra. Svalt í veðri, einkum fyrir norðan.