Lægir og léttir til síðdegis
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Vestan og síðar norðvestan 8-10 m/s og stöku skúrir eða slydduél, en norðan 10-13 er líður á morguninn. Lægir og léttir til síðdegis. Norðaustan 8-10 og skýjað á morgun. Hiti nálægt frostmarki í uppsveitum, en frostlaust við sjávarsíðuna.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á mánudag:
Norðan 18-23 m/s við NA- og A-ströndina, annars 13-18, en hægari með kvöldinu. Snjókoma eða él, en léttskýjað SV- og V-lands. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust við suðurströndina.
Á þriðjudag:
Minnkandi norðvestanátt við NA-ströndina og stöku él, annars hægviðri og léttskýjað. Frost 0 til 10 stig, mest inn til landsins.
Á miðvikudag:
Austanátt og snjókoma S- og V-lands, en bjart NA-til. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir ákveðna norðanátt með ofankomu, einkum NA-lands. Kalt í veðri.