Lægir og léttir til
Spáð er norðaustan 13-18 m/s og stöku éljum við Faxaflóann í dag, en lægir og léttir til á morgun. Hiti nálægt frostmarki, en frost 0 til 7 stig á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á þriðjudag:
Austan 15-20 m/s og slydda, en mun hægari og él fyrir norðan. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, en annars 1 til 8 stiga frost, kaldast í innsveitum Norðurlandi.
Á miðvikudag:
Norðaustlæg átt, 10-15 m/s og él, en léttskýjað vestanlands. Hiti kringum frostmark.
Á fimmtudag:
Austlæg átt og slydda eða rigning á sunnanverðu landinu, en annars él. Hiti kringum frostmark.
Á föstudag:
Norðaustanátt með éljum norðan- og austanlands. Kólnandi veður.
Á laugardag:
Lítur út fyrir austanátt með snjókomu eða éljagangi.