Lægir með morgninum
Suðaustan 8-15 m/s við Faxaflóa en lægir með morgninum og sunnan 5-10 eftir hádegi. Lítilsháttar væta en dálítil rigning og hvassara um tíma í nótt. Austlæg átt 3-10 m/sá morgun, hvassast syðst og úrkomulítið. Hiti 6 til 11 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 8-15 m/s, en 3-8 síðdegis og á morgun. Dálítil súld eða rigning með köflum og hiti 7 til 11 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðaustan og austan 5-10 m/s með vætu, en hægari og úrkomulítið norðanlands. Hiti 5 til 12 stig.
Á föstudag:
Hæg breytileg átt, skýjað að mestu en úrkomulítið en vaxandi austanátt og úrkoma S-lands um kvöldið. Hiti 4 til 9 stig.
Á laugardag:
Útlit vaxandi suðlæga átt, 8-15 m/s síðdegis. Rigning eða súld, en hægari suðaustlæg átt og þurrt á NA-landi. Áfram milt í veðri.
Á sunnudag og mánudag:
Lítur út fyrir suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum, einkum V-lands og kólnar heldur í veðri.