Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lægir með morgninum
Mánudagur 26. nóvember 2007 kl. 09:02

Lægir með morgninum

Viðvörun: Mjög hvassar vindhviður á norðanverðu Snæfellsnesi, Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í fyrstu. Spá: SA 13-25, hvassast við SV- og V-ströndina og rigning en hægari og snjókoma eða slydda annars staðar. Hægari með morgninum, rigning um allt land og hlýnar. SV 8-13 vestanlands nálægt hádegi með skúrum, en styttir upp austanlands seint í dag. SV 5-10 á morgun, slydda vestanlands en annars bjartviðri. Hiti 2 til 8 stig, en svalara á morgun.

Faxaflói
Suðaustan 13-18 m/s og rigning. Snýst í suðvestan 8-13 með skúrum um hádegi. Hægari í nótt. Sunnan 5-10 og rigning eða slydda á morgun Hiti 3 til 8 stig en svalari í kvöld og á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðaustan og austan 10-15 m/s, rigning eða slydda með köflum og hiti 0 til 7 stig S- og V-lands. Hægari vindur annars staðar, þurrt að mestu og frost á bilinu 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum. Hvessir seint á fimmtudag.

Á föstudag:
Austanátt og slydda, einkum SA-lands, en úrkomulítið fyrir norðan. Vægt frost norðantil á landinu, annars 0 til 5 stiga hiti.

Á laugardag (fullveldisdagurinn) og sunnudag:
Norðaustan- og austanátt, víða él og frost 0 til 8 stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024