Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Lægir en vægt frost
Laugardagur 15. nóvember 2008 kl. 13:10

Lægir en vægt frost

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðvörun: Búist er við stormi norðvestanlands í fyrstu. Spá: Norðvestan 10-15 m/s, en 15-23 norðvestanlands í fyrstu. Éljagangur eða snjókoma N- og V-lands, en léttskýjað SA-til. Lægir smám saman og léttir til í dag, en snýst í SV 5-10 V-lands í kvöld. Suðvestan 8-15 á morgun og slydda, en síðar dálítil rigning S- og V-lands, en skýjað með köflum og úrkomulítið NA-til. Frost víða 0 til 5 stig í dag, en hlýnar síðan og 0 til 6 stiga hiti á morgun.



Faxaflói
Norðvestan 8-15 m/s og dálítil él í fyrstu, en lægir síðan smám saman og léttir til. Vægt frost. Suðvestan 8-13 m/s á morgun dálítil slydda og síðar rigning. Hiti 0 til 5 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga


Á mánudag:
Vestlæg átt, 8-13 m/s og rigning með köflum á sunnanverðu landinu, en dálítil snjókoma fyrir norðan. Styttir upp síðdegis. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.

Á þriðjudag:
Vestan 8-13 m/s og rigning víða um land, en dálítil slydda um tíma norðaustanlands. Hiti 0 til 7 stig, svalast norðaustan til.

Á miðvikudag:
Hvöss vestanátt með skúrum eða éljum. Kólnandi veður.

Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir norðvestlæga átt með éljum og talsverðu frosti.