Lægir á morgun
Búast má við hvassri norðaustanátt 13-18 við Faxaflóann í dag en lægir smám saman á morgun. Skýjað með köflum og stöku él einkum á morgun. Frost 0 til 8 stig, mildast við sjóinn.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 10-15, en hvasssara á Kjalarnesi. Lægir smám saman á morgun. Skýjað með köflum og stöku él á morgun. Frost 0-5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma norðvestanlands, en annars víða 8-15. Víða dálítil él, en bjartviðri um landið suðvestanvert. Frost 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Minnkandi norðanátt og dálítil él norðan- og austantil en yfirleitt bjart sunnan og vestanlands. Kólnandi veður.
Á sunnudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og stöku él. Frost 2 til 7 stig við sjávarsíðuna, en talsvert frost til landsins.
Á mánudag:
Útlit fyrir suðaustlæga átt með úrkomu á sunnanverðu landinu. Hlýnandi veður.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Útlit fyrir umhleypingasamt veður með úrkomu víða um land.
Ljósmynd/elg - Brim í Grindavík.