Læða og kettlingar skilin eftir í leiguhúsnæði í Keflavík
Læða og fjórir kettlingar voru nýlega skilin eftir í leiguhúsnæði í Lyngholti í Keflavík. Eigandi kattanna hafði flutt úr íbúðinni og sá sér greinilega ekki fært að hafa kettina áfram og kaus því að skilja þá eftir. Kettirnir fimm voru sendir í Kattholt þar sem starfsmenn tóku á móti þeim.
Kattholti berast daglega kettir sem eiga ekki í nein hús að venda. Stundum hefur fólk fundið kettina sem hafa verið á vergangi og vilja að þeir fái samastað, en stundum hafa dýrin verið skilin eftir í kassa utandyra. Að sögn Halldóru Björk Ragnarsdóttur, formanns Kattavinafélags Íslands, er misjafnt hvað liggur að baki því að fólk skilji dýrin eftir, en oft sé ákvörðunin um að fá gæludýr á heimilið tekin í fljótfærni.
mbl.is greinir frá þessu og hér má sjá ítarlegri frétt um málið.