Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ladies circle í fyrirtækjakynningu
Mánudagur 7. mars 2005 kl. 18:38

Ladies circle í fyrirtækjakynningu

Fríður hópur kvenna í Ladies circle í Reykjanesbæ gerði sér glaðan dag í dag þegar þær gæddu sér á sjávarfangi frá Saltveri. Að því loknu var ferðinni heitið í höfuðborgina að höfuðstöðvum Ríkisútvarpsins í Efstaleitinu þar sem Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður, mun taka á móti þeim í skoðunarferð um húsið. Að lokum fara þessar hressu konur í snyrtivöruheildsöluna Forval þar sem þær fá að vita allan sannleikann um nýju sumarlitina frá Chanel.

Ladies circle konur halda fund einu sinni í mánuði og skemmta sér alltaf konunglega. Í Reykjanesbæ eru tveir klúbbar starfandi en alls eru klúbbarnir 10 á Íslandi.

VF-mynd/ Hilmar Bragi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024