Lá við stórslysi á Keflavíkurflugvelli
Nýverið lá við stórslysi á Keflavíkurflugvelli þegar flugmaður vöruflutningavélar, frá Lion Air, þurfti að hætta við flugtak á síðustu stundu þegar vélin prjónaði þannig að afturendi hennar rakst í flugbrautina. Vélin hafði verið vitlaust hlaðin.Flugstjóri Lion Air þotunnar stjórnaði sjálfur hleðslu vélarinnar og sagði hlaðmönnum fyrir verkum. Þegar flugtaksbrun hófst skipti engum togum að vélin prjónaði þar til afturendi hennar rakst niður í brautina, flugstjórinn nauðhemlaði og vélin skall þá harkalega niður á nefhjólið aftur.
RÚV greindi frá.
RÚV greindi frá.