Kyrrðarstund til minningar um Gísla Torfason í dag
 Kyrrðarstund til minningar um Gísla Torfason, kennara og námsráðgjafa við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, verður í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju mánudaginn 23. maí kl. 17:00.  Allir núverandi og fyrrverandi nemendur skólans eru sérstaklega boðnir velkomnir.
Kyrrðarstund til minningar um Gísla Torfason, kennara og námsráðgjafa við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, verður í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju mánudaginn 23. maí kl. 17:00.  Allir núverandi og fyrrverandi nemendur skólans eru sérstaklega boðnir velkomnir.Gísli varð bráðkvaddur í gærdag einungis 51 árs að aldri.
Gísli kenndi stærðfræði við Fjölbrautaskóla Suðurnesja um 25 ára skeið og var námsráðgjafi við skólann frá árinu 1992. Hann átti að fá afhent gullmerki skólans á laugardaginn. Á sínum yngri árum þótti Gísli liðtækur knattspyrnumaður og var liðsmaður hins sögufræga „Gullaldarliðs“ Keflavíkur. Hann lék einnig með landsliðum Íslands, bæði unglingalandsliði og A-landsliði.
Hann skilur eftir sig eiginkonu og son.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				