Kynntu sér útflutning í Eldey
Erna Björnsdóttir verkefnastjóri hjá Íslandsstofu stiklaði á stóru yfir útflutningsferlið og útflutningsþjónustu Íslandsstofu á hádegisfyrirlestri í Eldey frumkvöðlasetri í dag. Að loknu erindi gátu áhugasöm fyrirtæki fengið viðtal til að spyrja spurninga og ræða einstök verkefni.
Boðið verður reglulega upp á hádegisfyrirlestra í vetur í samstarfi Heklunnar, Markaðsstofu Reykjaness, Reykjanes jarðvangs, Keilis og Kadeco.