Kynntu sér framtíðarskipulag
Brunatæknifélag Íslands (BTÍ) hélt fund fyrir helgina hér Suðurnesjum þar sem framtíðar skipulagsmál á Keflavíkurflugvelli og í Reykjanesbæ voru í brennidepli.Ómar Ingvarsson yfirmaður flugvallarsviðs hjá Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar kynnti framtíðarskipulag flugþjónustusvæðis við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ómar sýndi myndir með tölvu-skjávarpa hvernig framtíðar flugbrautir eru fyrir hugaðar, einnig stækkunarmöguleika flugstöðvarinnar, möguleika á lóðaúthlutun fyrir iðnaðarhúsnæði og útskýrði auknar kröfur í eftirliti á sviði ferðamála og hvernig þær spila inn í skipulag framtíðarinnar.
Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður umhverfis og skipulagsviðs Reykjanesbæjar, sýndi einnig með tölvu-skjávarpa hvernig verið er að vinna að framtíðarskipulagi fyrir hin ýmsu svæði bæjarins. Fundarmenn fengu að sjá glæsilegar myndir inn í framtíð bæjarins, fyrirhugð víkingaþorp fyrir neðan Stekkjakot, fyrirhugaða nýja braut í bugtinni á Fitjum, hvernig Hafnargatan lýtur út eftir fyrirhugaðar lagfæringar, Helguvík og margt fleira. Viðar Már útskýrði ennfremur og sýndi myndir úr "Global Information System" tölvukerfi með myndum teknum úr mikilli hæð sem unnt er að hagnýta sér á margan hátt við framtíðar skipulag. Viðar gat þess að Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri hefði einmitt unnið með honum við þróun þessa tölvukerfis, til að nota sem ákveðinn gagnabanka fyrir slökkviliðið. Fundurinn var mjög góður og fræðandi, segja þeir sem sátu fundinn.
Brunatæknifélag Íslands var stofnað í maí 1991, félagar eru í dag 95.
Aðal tilgangur félagsins er að auka þekkingu félagsmanna á hinum ýmsu sviðum sem tengjast brunamálum.
Viðar Már Aðalsteinsson, forstöðumaður umhverfis og skipulagsviðs Reykjanesbæjar, sýndi einnig með tölvu-skjávarpa hvernig verið er að vinna að framtíðarskipulagi fyrir hin ýmsu svæði bæjarins. Fundarmenn fengu að sjá glæsilegar myndir inn í framtíð bæjarins, fyrirhugð víkingaþorp fyrir neðan Stekkjakot, fyrirhugaða nýja braut í bugtinni á Fitjum, hvernig Hafnargatan lýtur út eftir fyrirhugaðar lagfæringar, Helguvík og margt fleira. Viðar Már útskýrði ennfremur og sýndi myndir úr "Global Information System" tölvukerfi með myndum teknum úr mikilli hæð sem unnt er að hagnýta sér á margan hátt við framtíðar skipulag. Viðar gat þess að Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri hefði einmitt unnið með honum við þróun þessa tölvukerfis, til að nota sem ákveðinn gagnabanka fyrir slökkviliðið. Fundurinn var mjög góður og fræðandi, segja þeir sem sátu fundinn.
Brunatæknifélag Íslands var stofnað í maí 1991, félagar eru í dag 95.
Aðal tilgangur félagsins er að auka þekkingu félagsmanna á hinum ýmsu sviðum sem tengjast brunamálum.