Kynnisferðir með sérleyfið Leifsstöð-Reykjavík
Kynnisferðir hafa fengið sérleyfi til að aka með farþega á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur. Vegagerðin hefur samið við fyrirtækið, að því fréttavefur Morgunblaðsins hefur eftir framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs hjá Vegagerðinni.
Tvö tilboð í sérleyfin voru lægri en tilboð Kynnisferða, en að þau hafi hins vegar ekki uppfyllt þau skilyrði sem gerð voru til fyrirtækjanna.
Iceland Excursions Allrahanda, sem einnig gerði tilboð í sérleyfin, sendi frá sér fréttatilkynningu vegna málsins og þar kemur fram að tilboð fyrirtækisins sé 76 milljónum króna lægra á ársgrundvelli heldur en tilboð Kynnisferða.
Segir í tilkynningunni að eigendur IE Allrahanda séu orðlausir yfir þessum vinnubrögðum fulltrúa ríkisvaldsins.
Tvö tilboð í sérleyfin voru lægri en tilboð Kynnisferða, en að þau hafi hins vegar ekki uppfyllt þau skilyrði sem gerð voru til fyrirtækjanna.
Iceland Excursions Allrahanda, sem einnig gerði tilboð í sérleyfin, sendi frá sér fréttatilkynningu vegna málsins og þar kemur fram að tilboð fyrirtækisins sé 76 milljónum króna lægra á ársgrundvelli heldur en tilboð Kynnisferða.
Segir í tilkynningunni að eigendur IE Allrahanda séu orðlausir yfir þessum vinnubrögðum fulltrúa ríkisvaldsins.