Kynnir nýjar og byltingakenndar vinnsluaðferðir fiskiðnaði
Fyrirtækið Food Quality Inc í Reykjnesbæ kynnti í síðustu nýjar framleiðsluaðferðir sem það hefur þróað í samstarfi við önnur fyrirtæki í fiskiðnaði. Í fyrsta lagi er um að ræða geymsluaðferð hráefnis fyrir vinnslu hausað og slægt (H&G), í öðru lagi nýja aðferð við beinhreinsun í roðinu og í þriðja lagi roðflettivélin Trio 3000, sem norska fyritækið Trio hefur þróað fyrir roðflettingu á hvítfiski sérstaklega. Kynningin fór fram í húsakynnum Nýfisks hf í Sandgerði og á meðal gesta voru nokkrir stærstu fiskframleiðendur í Evrópu.
Jóhannes Arason, matvælafræðingur hjá Food Quality Inc, segir þessar nýju framleiðsluaðferðir byltingakenndar, hvað varðar gæði, nýtingu og hærra skilaverð. Þær auki einnig á fjölbreytni í framleiðslu svipað því sem gerst hefur í öðrum matvælagreinum, s.s. við framleiðslu kjúklingakjöts. Natural White * frá Food Quality Inc. er þegar notuð í kjúklingaiðnaði í sama tilgangi. „
Geymsluaðferðin er náttúruleg og þess vegna í takt við nýja tíma, þar sem fólk vill vita hvað það borðar,“ segir Jóhannes.
Sjá nánari umfjöllun í næsta tölublaði Víkurfrétta.
Mynd/PK: Jóhannes Arason, Grétar Mar og Jens Söderlund á kynningunni, sem viðstöddum gestum þótti einkar forvitnileg.