Kynningarfundur um landsskipulagsstefnu 2013 - 2014
- haldinn í Eldey miðvikudaginn 31. október kl. 15:00
Skipulagsstofnun heldur kynningarfund í Eldey miðvikudaginn 31. október þar sem kynnt verður tillaga að landsskipulagsstefnu 2013-2014 sem auglýst hefur verið samkvæmt 11. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á kynningarfundunum munu Stefán Thors og Einar Jónsson kynna markmið og áhrif landsskipulagsstefnu og stöðu í skipulagskerfinu, ferli landsskipulagsstefnu og samráð, áherslur ráðherra fyrir gerð landsskipulagsstefnu, helstu forsendur, sviðsmyndir og afmörkun stefnumótunar, skipulagsmál á miðhálendi Íslands, búsetumynstur og dreifingu byggðar, skipulag á haf- og strandsvæðum og umhverfismat landsskipulagsstefnu 2013-2024.
Fundirnir eru haldnir í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaganna og er reiknað með að á fundunum verði um klukkutíma kynning og umræður í um klukkutíma.