Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kynningarfundur um Hjallastefnuna í Sandgerði í kvöld
Þriðjudagur 29. maí 2012 kl. 13:34

Kynningarfundur um Hjallastefnuna í Sandgerði í kvöld

Á fundi bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar í síðustu viku var samþykkt að ganga til samninga við Hjallastefnuna ehf. um rekstur leikskólans Sólborgar næstu þrjú árin. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu starfshóps sem skipaður var af bæjarráði 27. mars síðastliðinn og samþykkt fræðsluráðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Boðað hefur verið til kynningarfundar fyrir foreldra og almenning um Hjallastefnuna í kvöld, þriðjudaginn 29. maí. Fundurinn fer fram í Vörðunni, Miðnestorgi kl. 20:30.

Margrét Pála Ólafsdóttir frumkvöðull og fræðslustjóri Hjallastefnunnar mun kynna stefnuna.

Hjallastefnan á sér langa og farsæla sögu. Faglegur metnaður er mikill og reksturinn gengur vel. Hugmyndafræði og stefnuyfirlýsing Hjallastefnunnar byggist á sex meginreglum en þær eru grundvöllurinn að þeirri lífssýn og mannskilningi sem allt starfsfólk sameinast um. Það er því von bæjarstjórnar að þetta samstarf geti orðið til þess að efla enn frekar það góða starf sem fram hefur farið á leikskólanun Sólborgu.

Foreldrar og almenningur eru hvött til að sækja fundinn.