Kynningarfundur um fjármál og framkvæmdir í Reykjanesbæ
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, efnir til opnis kynningafundar um fjármál og framkvæmdir í Reykjanesbæ í Bergi Hljómahöll á morgun, miðvikudaginn 18. janúar klukkan 20:00.
Á dagskrá fundarins er fjárhagsáætlun 2017 til 2020, drög að endurskipulagningu fjárhags bæjarfélagsins og framkvæmdir framundan. Á eftir verður opið fyrir umræður og fyrirspurnir.