Kynningarfundur Startup Tourism í Reykjanesbæ
- leitað að áhugaverðum verkefnum í ferðaþjónustu á Reykjanesi
Isavia, Heklan og Markaðsstofa Reykjaness standa fyrir kynningarfundu í hádeginu á morgun 6. nóvember kl. 12:00 þar sem Startup Tourism kynnir tíu vikna viðskiptahraðal sem sniðinn er að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Gunnar Kr. Sigurðsson markaðsstjóri Isavia fer yfir markaðssetningu Isavia á Keflavíkurflugvelli og farþegaþróun. Sigurpáll og Halla eigendur Hjá Höllu halda stutt erindi um frumkvöðlastarf sitt og Icelandic Startups kynnir viðskiptahraðalinn Startup Tourism.
Markmið verkefnsins er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, stuðla að verðmætasköpun og fagmennsku í ferðaþjónustu, styrkja stoðir nýrra fyrirtækja, fjölga afþreyingarmöguleikum og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring.
Fundurinn er haldinn að Krossmóa 4, 5. hæð og eru allir velkomnir. Boðið verður upp á léttan hádegisverð á staðnum.
Opið er fyrir umsóknir í Startup Tourism til 3. desember á www.startuptourism.is. Hraðallinn hefst í janúar og fer fram í Reykjavík.