Kynning á myndlistarmönnum
Mynd mánaðarins var afhjúpuð í Kjarna miðvikudaginn 1. nóvember en þetta er fyrsta myndin í kynningarátaki á myndlistarmönnum sem starfa í Reykjanesbæ. Hér er um að ræða samstarfsverkefni Félags myndlistarmanna og menningarfulltrúa en það er unnið á vegum Markaðs-og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar. Áherslan er lögð á að kynna myndlistarmenn Reykjanesbæjar. Þann fyrsta hvers mánaðar verður hengd upp ný mynd eftir nýjan myndlistamann og upplýsingar um viðkomandi listamann liggja frammi á íslensku og ensku. Myndlistarmenn geta skráð sig til þátttöku hjá menningarfulltrúa sem staðsettur er á bæjarskrifstofunum í Kjarna.Menningarfulltrúi í Reykjanesbæ, s: 421-6700, netfang: valgerdur.gudmundsdottir@rnb