Kynning á fegurðardrottningum Suðurnesja 2005
Fegurðarsamkeppni Suðurnesja 2005 verður haldin þann 16. apríl næstkomandi í veitingahúsinu Stapa í Reykjanesbæ. Að þessu eru keppendurnir 15 talsins frá Reykjanesbæ, Grindavík og Sandgerði. Stúlkurnar hafa verið kynntar í Víkurfréttum síðustu vikurnar og nú er hægt að sjá kynninguna í heild sinni hér á vf.is. Í Tímariti Víkurfrétta, TVF, sem kemur út í næstu viku, verður sérstakur blaðauki tileinkaður fegurðarsamkeppninni þar sem sjá má fleiri myndir af stúlkunum við ýmis tækifæri.
Sjá gallerý