Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kynning á byggða- og húsakönnun á elsta hluta Sandgerðisbæjar
Miðvikudagur 9. október 2013 kl. 10:58

Kynning á byggða- og húsakönnun á elsta hluta Sandgerðisbæjar

KANON arkitektar kynna byggða- og húsakönnun á elsta hluta Sandgerðisbæjar. Kynningin fer fram á fimmtudag kl. 17.30. Vinna þessi hefur staðið yfir með hléum frá árinu 2009 og var unnin í tengslum við endurskoðun á aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008 - 2024 og fyrirhugað deiliskipulag á svæðinu sem var sett á ís í kjölfar þeirra breyttu þjóðfélagsaðstæðna sem urðu í árslok 2008.

Aðalsvæði húsakönnunar er við Krókskots- og Landakotstúnin, Tjarnargötu, Brekkustíg, Norðurgötu, Austurgötu, Hlíðargötu, Víkurbraut og Strandgötu þar sem um hús og búsetuumhverfi er að ræða sem mikilvægt er að skrá og meta til að koma í veg fyrir að byggðarsaga glatist.

Tilgangur slíkra kannana er jafnframt að tryggja að ákvarðanir um breytingar á byggð eða einstökum húsum séu teknar með þekkingu á gildi því sem þau hafa fyrir umhverfi sitt og komandi kynslóðir.

Kynningin verður haldin í salnum á jarðhæð Vörðunnar og eru allir hvattir til að mæta enda verulega áhugavert efni fyrir alla sem hafa áhuga á skipulagsmálum og sögu Sandgerðisbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024