Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kynna Uppbyggingarsjóð Suðurnesja fyrir íbúum
Mánudagur 9. október 2023 kl. 15:14

Kynna Uppbyggingarsjóð Suðurnesja fyrir íbúum

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja býður til opins kynningarfundar í Kvikunni í  Grindavík 12. október kl. 12:00 – 13:00.

Opnað verður fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2024 þann 15. október og verða reglur og  áherslur sjóðsins kynntar auk þess sem gestum gefst kostur á því að spyrja spurninga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja og er í umsjón Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Markmið hans er að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs á Suðurnesjum, menningarstarfsemi og atvinnuskapandi verkefni á svæðinu.

Umsóknir skulu berast fyrir 15. nóvember 2023.

Fundurinn verður einnig sem fjarfundur fyrir þá sem komast ekki á staðinn

Frekari upplýsingar um sjóðinn má nálgast á vefsíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Skráning á fundinn fer fram hér