Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Kynna stuðningsaðgerðir fyrir grindvíska  atvinnurekendur
Grindavík áður en hamfarirnar gengu yfir bæinn.
Fimmtudagur 27. júní 2024 kl. 11:46

Kynna stuðningsaðgerðir fyrir grindvíska atvinnurekendur

Grindavíkurbær, í samvinnu við fjármála- og efnahagsráðuneyti og Skattinn, mun halda kynningu fyrir rekstraraðila í Grindavík þar sem stuðningsaðgerðir ríkisins til fyrirtækja í bænum eru kynntar. Kynningin verður haldin fimmtudaginn 27. júní kl. 13 og fer eingöngu fram á Teams.

Farið verður yfir stuðningsúrræði sem eru í boði fyrir fyrirtæki í Grindavík vegna afleiðinga náttúruhamfara, þá sérstaklega þær breytingar sem gerðar hafa verið nú með nýsamþykktum lögum.
Þeir sem vilja taka þátt sendi tölvupóst með þeirri beiðni á [email protected].

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024