Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kynna sér nýjungar í búnaði og starfi slökkviliða
Miðvikudagur 6. október 2004 kl. 15:02

Kynna sér nýjungar í búnaði og starfi slökkviliða

Fag og menntaráð Landssambands Slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna ásamt slökkviliðum SHS og Brunavarna Suðurnesja stóðu fyrir námstefnu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu dagana 30. september til 3. október.

Átta liðsmenn BS sóttu námstefnuna en markmið hennar var að gefa félögum LSS, sem og öðrum slökkviliðs-, og sjúkraflutningamönnum tækifæri á því að kynnast nýjungum í búnaði og starfi slökkviliða.  

Dagskráin var fjölbreytt alla dagana, sniðin bæði að þörfum þeirra sem starfa í hlutastarfi og þeirra sem starfa í atvinnuliðunum. Því gátu slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn tekið virkan þátt bæði í fjölbreyttum verklegum æfingum og sótt ýmsa fróðlega fyrirlestra. Má þar m.a. nefna Reykköfun og björgun fólks úr bílflökum, bæði fólksbílum, rútum sem og vörubílum, forvarnir í brunamálum, rekstur slökkviliða, tjórnun á vettvangi, jálfbjörgun slökkviliðsmanna, og margt fleira.

Tveir erlendir sérfræðingar kenndu á námstefnunni; Edward Brown frá Bandaríkjunum sem kenndi sjálfbjörgun og Hasse Svenson frá Svíþjóð sem kenndi björgun úr bílflökum. Þessir verkþættir hafa ekki áður verið kenndir hér á Íslandi og vöktu því verðskuldaða athygli.

Þrír slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Suðurnesja voru leiðbeinendur í björgun úr bílflökum og reykköfun. Samtals tóku átta liðsmenn BS þátt í sjálfbjörgun, björgun úr bílflökum og fyrirlestri um brunarannsóknir.
 
Texti og mynd af vef Reykjanesbæjar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024