Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kynna Reykjanesbæ sem fýsilegan búsetukost
Fimmtudagur 17. mars 2005 kl. 15:08

Kynna Reykjanesbæ sem fýsilegan búsetukost

Á næstu mánuðum mun Reykjanesbær fara í gang með markvisst kynningarátak til að markaðssetja bæinn sem fýsilegan kost til búsetu. Þetta sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri, í viðtali við Víkurfréttir eftir framkvæmdaþingið sem var haldið í síðustu viku en þar kom fram að framkvæmdir í sveitarfélaginu og nágrennis þess yrðu um 18 milljarðar á þessu ári.

Hinar miklu framkvæmdir sem  Reykjanesbær hefur staðið fyrir  undanfarin ár hafa verið undirbúning fyrir sókn bæjarins en Árni sagði að nú væru þær að skila sér. „Nú þurfum við ekki að keyra eins mikið áfram í framkvæmdum. Við höfum lagt mikið í en nú getum við látið aðra um að fylgja framkvæmdunum eftir.” Árni segir framkvæmdirnar sem hafi staðið síðastliðin ár hafa verið ákveðinn undirbúning að markaðssetningu svæðisins. „Það er ekki hægt að standa í markaðssetningu fyrr en við erum alveg tilbúin. Nú er komin sú heildarmynd að ástæða er til að ganga fram og markaðssetja og kynna svæðið svo fólk sjái að hér eru flottir hlutir að gerast. Reykjanesbær er frábær valkostur til búsetu og framtíðarmöguleikar eru mjög sterkir.”

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024