Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Kynna nýjan skóla í Innri Njarðvík
  • Kynna nýjan skóla í Innri Njarðvík
Fimmtudagur 16. mars 2017 kl. 15:12

Kynna nýjan skóla í Innri Njarðvík

Kynning á skóla í Innri Njarðvík verður haldin í Akurskóla næsta mánudag, 20. mars, klukkan 17:30. Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs Reykjanesbæjar, mun kynna hvernig staðið var að undirbúningi hönanunar og fulltrúar arkitektastofunnar Arkís munu kynna tillöguna. Þá mun fulltrúi umhverfissviðs Reykjanesbæjar kynna breytingar á lóð og skipulagi. Í lokin gefst gestum færi á að leggja fram fyrirspurnir.  Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri, verður fundarstjóri. 
 
Fimm tillögur að hönnun byggingarinnar bárust Reykjanesbæ. Samdóma álit bygginganefndar var að velja tillögu Arkís til að vinna áfram með. Í tilkynningu frá Reykjanesbæ segir að í tillögu Arkís séu öll kennslurými mjög vel útfærð. Einnig sé hugsað vel fyrir aðgengi og aðgangsstýringu, sér í lagi í tengslum við rýmin í hjarta byggingarinnar, svo sem félagsmiðstöð, tónlistarrými, fjölnota sal og matsal. Mat byggingarnefndar var að góð tenging væri á milli leikskóla, frístundar og yngsta stigs grunnskólans.
 
Tillagan, þarfagreining og kröfulýsing verða svo sett á vef Reykjanesbæjar til frekari kynningar.

 
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024