Kynna fyrirhugaðar hótelframkvæmdir á Hafnargötu
Hundrað herbergja hótel rísa á Ránni - opinn kynningarfundur
Eigendur Hafnargötu 19-21 halda opinn kynningarfund í Bíósal Duus Safnahúsa á morgun fimmtudaginn 23. febrúar 2017 kl. 17.00. Þar verður farið yfir grenndarkynningu vegna bygginga á lóðunum Hafnargata 19, 19a og 21, sem nú er í kynningarferli með athugasemdafresti til 9. mars n.k.
Í febrúar 2016 var samþykkti Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar fjögurra hæða byggingu ofan á húsin við Hafnargötu og einnar hæðar byggingu á baklóð en stefnt er á að reka þar um 100 herbergja hótel.
Tengd grein: 100 herbergja hótel á Ránni
Að verkefninu standa feðgarnir Þorleifur Björnsson og Björn Vífill Þorleifsson, eigandi veitingastaðarins Ráarinnar, sem stendur við Hafnargötu 19. Gert er ráð fyrir 12 bílastæðum á lóð með aðkomu frá Ægisgötu og lágreistu húsi á lóð Hafnargötu 21 til samræmis við byggingu á lóð nr. 23.
Farið verður myndrænt yfir kynninguna og fyrirspurnum svarað. Íbúar eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum, að því er fram kemur á heimasíðu Reykjanesbæjar.