Kynna breytingu á deiliskipulagi við Reykjanesvita
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt heimild til að vinna að breytingu á deiliskipulagi Reykjanesvita og nágrennis. Lýsingin er aðgengileg á vef Reykjanesbæjar. Næsta fimmtudag, þann 26. janúar, verður opið hús á bæjarskrifstofum við Tjarnargötu þar sem skipulagsgögn munu liggja frammi. Þar verður hægt að koma á framfæri ábendingum og fá svör við spurningum.
Breytingin á deiliskipulagi snýr að umfangi tjaldsvæðis og stærð skipulagssvæðis við Reykjanesvita.
Frestur til að skila inn athugasemdum er til 9. febrúar næstkomandi.