Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Kynna breytingar á aðalskipulagi á íbúafundi
Þriðjudagur 7. júní 2016 kl. 12:15

Kynna breytingar á aðalskipulagi á íbúafundi

Reykjanesbær kynnir vinnslutillögur vegna endurskoðunar á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2008 til 2024 á íbúafundi á morgun, miðvikudaginn 8. júní, frá klukkan 17:00 til 19:00 í salnum Merkinesi í Hljómahöll. Á fundinum verður meðal annars farið yfir þéttingu byggðar, atvinnusvæði og samgöngur. Helstu breytingar á aðalskipulaginu eru minnkun svæðis fyrir íbúasvæði með það að markmiði að þétta byggð. Þá verða atvinnusvæði sem áður hafði verið breytt í íbúðasvæði, aftur gerð að atvinnusvæði. Á fundinum verða einnig kynntar breytingar á samgöngum og landnotkunarflokkum. 

Á fundinum verða fulltrúar stýrihóps um endurskoðun aðalskipulags, starfsmenn Umhverfis- og skipulagssviðs og ráðgjafar sem munu kynna tillögurnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í framhaldi af fundinum verður endanleg tillaga unnin og auglýst eftir athugasemdum. Gefinn verður sex vikna frestur til að skila inn athugasemdum.